Íslandsmót eldri kylfinga 2025 fer fram á Strandarvelli hjá Golfklúbbi Hellu dagana 17.-19. júlí. Golfsamband Íslands er framkvæmdaraðili mótsins.
Skráning í mótið er hafin, en henni lýkur fimmtudaginn 10. júlí kl. 23:59.
Mótið hefur lengi verið einn stærsti og skemmtilegasti viðburður ársins. Á síðasta ári lék 121 kylfingur í mótinu, sem var haldið á Leirdalsvelli.
Skráningu og upplýsingar um mótið má finna í hlekk hér að neðan.