GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Hulda Clara Gestsdóttir, ríkjandi Íslandsmeistari kvenna, hefur í dag leik í úrslitum á svæðismóti (Regional) í bandaríska NCAA háskólagolfinu.

Svæðismótin eru fyrir þá skóla sem sigra í sinni deild á keppnistímabilinu. Deildarmeistararnir vinna sér inn þátttökurétt á næsta stig úrslitakeppninnar þar sem 6 svæðismót (e. Regionals) fara fram á sama tíma um miðjan maí víðs vegar um Bandaríkin.

Hulda Clara hefur leikið vel í vetur

Hulda Clara keppir á Jimmie Austin vellinum í Oklahoma – en skólalið hennar í Denver-háskólanum náði að komast í úrslitin með góðum árangri á tímabilinu. Þetta er 23. árið í röð sem skólinn kemst á svæðismótið og er lið Huldu metið það 10. sterkasta áður en fyrsta högg er slegið.

Leiknar eru 36 holur í dag og 18 holur á morgun eða miðvikudag, en mikilli rigningu er spáð á svæðinu og gæti þurft að hliðra tímum vegna þess.

Hægt er að fylgjast með mótinu hér: Skor í móti

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ