GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Hlynur Bergsson, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, stóð uppi sem sigurvegari á Forsbacka Open mótinu í Svíþjóð í dag. Þetta er fyrsti sigur Hlyns á mótaröðinni, sem er sú þriðja sterkasta í Evrópu.

Hægt er að skoða úrslit mótsins hér

Leikið var á Forsbacka Golfklubb vellinum í Svíþjóð, og var þetta sautjánda mót Hlyns á tímabilinu. Best hafði hann endað í 9. sæti á árinu. Völlurinn er á gífurlega fallegu svæði í vesturhluta landsins, og spilar vatnið stóran þátt í landslaginu.

Völlurinn

Á fyrsta keppnisdegi lék Hlynur á 66 höggum, sem reyndist besta skor dagsins. Hann fékk sex fugla og tapaði ekki höggi.

Fyrsti hringur Hlyns

Á öðrum hringnum lék Hlynur á 70 höggum. Hann fékk fimm fugla en tapaði þremur höggum.

Annar hringur Hlyns

Þriðja hringinn lék Hlynur mjög vel. Hann fékk fimm fugla og einn skolla, lauk leik á 68 höggum og var því á tólf höggum undir pari í heildina.

Þriðji hringur Hlyns

Þegar fimm holur voru eftir var Hlynur einu höggi frá Carl Annerfelt, en þrír fuglar á lokasprettinum tryggðu honum sigurinn. Hinn sænski Adam Wallin endaði annar, höggi á eftir Hlyn.

Með sigrinum flýgur Hlynur upp stigalista mótaraðarinnar. Fyrir mótið sat hann í 52. sæti listans, en með sigrinum tekur hann stökk upp í 25. sætið. Efstu fimm kylfingar listans í lok tímabils fá þátttökurétt á HotelPlanner mótaröðinni á næsta tímabili. Þar leika Haraldur Franklín Magnús, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Nick Carlson.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ