GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Nafni Hjartar tók við verðlaununum fyrir hans hönd
Auglýsing

Hjörtur Ragnarsson, meðlimur í Golfklúbbnum Jökli Ólafsvík, hlaut á dögunum viðurkenningu sem sjálfboðaliði ársins hjá Golfsambandi Íslands fyrir árið 2025.  Afhendingin fór fram á golfþingi GSÍ þann 15. nóvember síðastliðinn og tók nafni Hjartar við viðurkenningunni í hans stað. 

Hjörtur hefur unnið í nær sex ár að því að koma nýjum golfvelli á laggirnar.
Í gegnum þessi sex annasömu ár hefur hann lagt ómælda vinnu, elju og alúð í verkefnið.

Hann hefur verið á vellinum alla sumarmánuði, hvort sem það er við að slá röffið, leggja vökvunarkerfi eða sinna öðrum nauðsynlegum verkum. Hvar sem aðstoð vantaði hefur Hjörtur verið klár til verks.

Hjörtur hefur forgangsraðað starfinu fram yfir eigin þátttöku í golfmótum og valið að setja samfélagið og völlinn í fyrsta sæti. Hann hefur sýnt einstaka vinnusemi og áhuga á að styrkja golfhreyfinguna og klúbbinn sinn.

Óskum Hirti til hamingju með viðurkenninguna.

Nýr golfvöllur klúbbsins

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ