Site icon Golfsamband Íslands

Henning og Saga sigruðu á Global Junior unglingamótinu

Henning Darri Þórðarson úr GK og Saga Traustadóttir úr GR sigruðu á alþjóðlega unglingamótinu, Global Junior Golf, sem lau á Jaðarsvelli á Akureyri s.l. föstudag. Þetta er í fyrsta sinn sem mót á þessari alþjóðlegu unglingamótaröð er haldið hér á landi.

Saga og Ólöf María Einarsdóttir úr GM léku bráðabana um sigurinn í þeirra flokki en þær léku báðar á 15 höggum samtals yfir pari vallar. Katharina Steffl frá Austurríki varð þriðja á +16 samtals.

Henning Darri lék frábært golf alla þrjá keppnishringina en hann var samtals á -5. Hann sigraði með ellefu högga mun. Björn Óskar Guðjónsson úr GM varð annar og þar á eftir komu þeir Vikar Jónasson (GK), Andri Páll Ásgeirsson (GK), Stefán Þór Bogason (GR) og Arnór Snær Guðmundsson (GHD) deildu þriðja sætinu á 10 höggum yfir pari.

Með sigrinum fá Henning og Saga keppnisrétt á sterku móti í Bandaríkjunum í vetur þegar lokamótið á Global Junior fer fram en það er kennt við Greg Norman Academy Junior Invitational.

Exit mobile version