Tveir atvinnukylfingar frá Íslandi tóku þátt á 2. stigi úrtökumótsins fyrir DP World atvinnumótaröðina – sem er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Keppt var á fjórum keppnisvöllum á 2. stigi úrtökumótsins og voru allir vellirnir á Spáni. Keppnin hófst á öllum völlunum 31. október og voru leiknir fjórir 18 holu hringir á fjórum keppnisdögum.
Guðmundur og Haraldur kepptu á Isla Canela Links vellinum og komst hvorugur áfram á næsta stig. Guðmundur Ágúst var ekki langt frá því en hann endaði í 26. sæti sæti en sæti 25. hefði gefið honum keppnisrétt á lokastigi. Haraldur Franklín endaði í 37. sæti.
Smelltu hér fyrir úrslit á Isla Canela Links:
Bandaríkjamaðurinn Nick Carlson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar komst áfram á lokaúrtökumótið sem fram fer á Infinitum Golf (Lakes & Hills) við borgina Tarragona á Spáni 8.-13. nóvember. Á lokaúrtökumótinu keppa 156 kylfingar og fá 25 efstu kylfingarnir keppnisrétt á DP World Tour á næsta tímabili.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson tryggði sér keppnisrétt á DP World Tour árið 2022 á lokaúrtökumótinu og Haraldur takmarkaðan keppnisrétt á DP World Tour árið 2023. Þeir eru báðir að keppa á úrtökumótinu í sjöunda sinn, fyrst árið 2016.
Árangur Guðmundar er eftirfarandi á úrtökumótinu fyrir DP World Tour:
2016: Féll úr leik á 2. stigi.
2017: Féll úr leik á 1. stigi.
2018: Féll úr leik á 1. stigi.
2019: Féll úr leik á lokaúrtökumótinu, 3. stigi.
2020: Ekki keppt vegna Covid.
2021: Ekki keppt vegna Covid.
2022: Tryggði sér keppnisrétt á DP World Tour á lokaúrtökumótinu, 3. stigi.
2023: Féll úr leik á 2. stigi.
2024: Féll úr leik á 2. stigi.
Árangur Haralds Franklíns er eftirfarandi á úrtökumótinu fyrir DP World Tour:
2016: Féll úr leik á 2. stigi.
2017: Féll úr leik á 2. stigi.
2018: Féll úr leik á 2. stigi.
2019: Féll úr leik á 2. stigi.
2020: Ekki keppt vegna Covid.
2021: Ekki keppt vegna Covid.
2022: Féll úr leik á 2. stigi.
2023: Tryggði sér fullan keppnisrétt á Challenge Tour og takmarkaðan rétt á DP World Tour á lokaúrtökumótinu, 3. stigi.
2024: Féll úr leik á 2. stigi.