GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Íslensku atvinnukylfingarnir Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefja leik á sínu fyrsta móti á áskorendatímabilinu í dag, þegar þeir taka þátt í Challenge de España á Fontanals Golf Club vellinum í Girona á Spáni. Þeir fara báðir út klukkan 13:00 að íslenskum tíma.

Mótið er hluti af áskorendamótaröðinni (e. Challenge Tour) sem heitir HotelPlanner Tour, og er það níunda á tímabilinu. Það er ekki gefið að komast inn í svona mót og því mikilvægt að ná góðum árangri þegar tækifærin bjóðast.

Fontanals völlurinn er krefjandi völlur í fallegu umhverfi við rætur Pýreneafjalla. Hann er par 72 og 6.591 metra langur af öftustu teigum.

Nick Carlson, kylfingur GM, er með fullan keppnisrétt á mótaröðinni en er ekki skráður í mót vikunnar. Hann situr í 53. sæti stigalistans og gerir sig líklegan í að ná langt í mótaröðinni í ár.

Við fylgjumst áfram með gangi mála á Spáni þegar þeir fara út síðar í dag.

Hægt er að fylgjast með skori mótsins hér.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ