GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Gunnlaugur Árni Sveinsson hefur verið valinn til að keppa í Arnold Palmer Cup, sem er sterkasta áhugamannamót heims.

Mótið fer fram á Congaree golfvellinum í Suður-Karólínu dagana 5.-7. júní og er leikfyrirkomulagið með sama sniði og í Ryder og Solheim bikurunum. Lið Bandaríkjanna spilar þar við lið alþjóðlegra kylfinga en allir kylfingarnir koma úr bandaríska háskólagolfinu. Liðin samanstanda af 12 körlum og 12 konum. Ljóst er að það sé mikið afrek að vera valinn í þetta mót, en liðin voru tilkynnt á Golf Channel seint í gærkvöldi.

Congaree golfvöllurinn

Mótið er sterkasta áhugamannamót heims, í fyrra fékk mótið 1000 stig í styrkleika af 1000 mögulegum á heimslista áhugakylfinga. Margir af bestu kylfingum heims hafa tekið þátt í mótinu, m.a. Ludvig Åberg, Bryson DeChambeau, Justin Thomas, Collin Morikawa og Rickie Fowler. Á meðal keppenda í ár eru kylfingar sem hafa leikið á stærstu sviðum golfíþróttarinnar, meðal annars á Masters mótinu núna fyrr í apríl. Gunnlaugur er fyrsti íslenski kylfingurinn sem fær þetta boð og verður spennandi að fylgjast með honum í þessu verkefni.

Gunnlaugur Árni Sveinsson

Gunnlaugur, sem er fæddur 2005, stundar nám við LSU í Louisiana og hefur leikið frábærlega á sínu fyrsta ári í háskólagolfinu. Gunnlaugur sigraði á The Blessings Collegiate Invitational mótinu á síðasta ári og hefur verið á meðal 6 efstu manna í 6 af 11 mótum sínum. Hann situr í dag í 41. sæti á heimslista áhugamanna, og í 21. sæti á lista yfir bestu háskólakylfinga Bandaríkjanna. Þetta verður að teljast magnaður árangur fyrir Gunnlaug sem er á sínu fyrsta ári í skólanum. Árangur hans í háskólagolfinu má sjá betur hér að neðan.

MótSæti
2025 SEC Men’s Golf Championship26
The Ford Collegiate14
Calusa Cup39
Pauma Valley Invitational3
40th Louisiana Classics6
Puerto Rico Classic3
Ka’anapali Classic24
Fallen Oak Collegiate Invitational2
The Blessings Collegiate Invitational1
Valero Texas Collegiate19
Visit Knoxville Collegiate25

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ