GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Mynd: LSU
Auglýsing

Gunnlaugur Árni Sveinsson, kylfingur GKG og LSU hóf í dag leik í úrslitum á svæðismóti (Regional) í bandaríska NCAA háskólagolfinu. Mótið fer fram dagana 11.–14. maí á Poplar Grove vellinum í Virginíu. Þar mætast þrettán öflugustu háskólalið svæðisins og spila um fimm laus sæti í úrslitakeppni háskólagolfins. LSU hefur ekki komist í úrslitakeppnina síðan 2019, en stefna langt í ár.

Poplar Grove Völlurinn

LSU hefur átt frábært tímabil og unnið fjögur mót, en síðasti sigur þeirra var á Pauma Valley Invitational í Kaliforníu í mars. Þessi góði árangur kom LSU í efsta sætið á svæðislistanum, fyrir ofan lið sem hafa verið meðal þeirra bestu í Bandaríkjunum síðastliðin ár.

Gunnlaugur Árni hefur verið lykilmaður í liði LSU á tímabilinu. Gunnlaugur sigraði m.a. á The Blessings Collegiate Invitational mótinu og hefur verið á meðal 6 efstu manna í 6 af 11 mótum sínum. Hann er einnig með næst besta meðalskor liðsins, eða 70.39 högg á hring, og situr í 40. sæti heimslista áhugamanna.

Gunnlaugur hefur hafið leik og er á +1 eftir 12 holur. Lið hans í LSU situr í 7. sæti mótsins, en ljóst er að nóg er eftir af mótinu

Hér má fylgjast með stöðu mála

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ