Íslandsmót unglinga 2025 í holukeppni fór fram á á Hlíðavelli í Mosfellsbæ dagana 23.-25. ágúst.
Gunnar Þór Heimisson, GKG, er Íslandsmeistari í holukeppni í flokki 17-18 ára drengja eftir 1/0 sigur í úrslitaleiknum. Guðlaugur Þór Þórðarson, GL, sem varð Íslandsmeistari flokksins í höggleik fyrir viku, varð annar.
Mikil spenna var í síðustu tveimur leikjum Gunnars, sem réðust báðir á lokaholunni.
Gunnar hefur leikið frábærlega í sumar og er með yfirburðastöðu á stigalista flokksins.
Kristján Karl Guðjónsson, GM, varð þriðji eftir öruggan 6/5 sigur í leiknum um bronsið.
Hér má sjá rástíma og úrslit allra leikja

