Golfsamband Íslands

Guðrún Brá með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn á Borgunarmótinu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn á Borgunarmótinu á Eimskipsmótaröðinni. Guðrún lék á 74 höggum í dag eða +3 og er hún samtals á +7. Liðsfélagi hennar úr Keili, Signý Arnórsdóttir, er önnur á +9 og Berglind Björnsdóttir úr GR er í þriðja sæti á +11.

1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 149 högg (+7) (75-74)
2. Signý Arnórsdóttir, GK 151 högg (+9) (79-72)
3. Berglind Björnsdóttir, GR 153 högg (+11) (76-77)
4. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (+16) (82-76)
5. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (+17) (81-78)

Signý Arnórsdóttir slær hér á 8. teig í dag á Borgunarmótinu. Mynd/seth@golf.is
Signý Arnórsdóttir slær hér á 8 teig í dag á Borgunarmótinu Myndsethgolfis
Exit mobile version