Site icon Golfsamband Íslands

Guðrún Brá keppir á Ladies Open í Finnlandi á LET- Evrópumótaröðinni

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr GK, hefur leik í dag á Ladies Open á Pickala Rock Resort í Finnlandi.

Mótið er hluti af LET Evrópumótaröðinni, sem er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í kvennaflokki í Evrópu.

Leiknar verða 54 holur á þremur keppnisdögum .

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit frá Ladies Open í Finnlandi.

Mótið í Finnlandi er það sjöunda á tímabilinu hjá Guðrúnu Brá.

Exit mobile version