GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd/Tristan Jones LET
Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili, lauk keppni á sínu fyrsta móti á tímabilinu í Evrópumótaröð kvenna (Ladies European Tour) í gær. Hún lék í Dutch Ladies Open mótinu sem fram fór á Goyer Golf & Country Club í Hollandi.

Guðrún lék samtals á 219 höggum (76-71-72) yfir þrjá keppnisdaga, sem skilaði henni 53. sæti mótsins af 132 keppendum.

Guðrún lék vel í mótinu, sérstaklega á síðari tveimur keppnisdögunum. Á öðrum degi fékk hún fjóra fugla á seinni níu holunum. Á þriðja degi sýndi hún svo ótrúlegan stöðugleika og fékk 16 pör, einn fugl og einn skolla. 

Guðrún Brá mun einnig taka þátt í Jabra Ladies Open mótinu seinna í vikunni, sem fer fram á Evian Resort vellinum í Frakklandi.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ