GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd: Tristan Jones/LET
Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, ríkjandi Íslandsmeistari og atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili, endaði jöfn í 35. sæti á Hills Open mótinu sem fram fór dagana 22.-24. ágúst.

Þetta er besti árangur hennar á LET mótaröðinni í sumar, en þetta er áttunda mót hennar á tímabilinu.

Hér má sjá skor mótsins

Leiknir voru þrír hringir á Hills Golf & Sports Club vellinum í Svíþjóð. Guðrún flaug í gegnum niðurskurðinn, og var fimm yfir pari eftir fyrstu tvo hringi sína.

Fyrsti hringur Guðrúnar
Annar hringur Guðrúnar

Þriðja hringinn lék Guðrún á 72 höggum, einum yfir pari vallarins. Hún fékk fjóra fugla, þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla á hringnum. Guðrún endaði mótið því sex yfir pari í heildina og nær sínum besta árangri á mótaröðinni í sumar.

Þriðji hringur Guðrúnar

Þetta er þriðji niðurskurðurinn í röð sem Guðrún nær á LET mótaröðinni, en hún hefur verið að leika flott golf undanfarið. Hún sat í 138. sæti stigalistans fyrir mót vikunnar en mun fara upp listann eftir þennan góða árangur.

Ragnhildur Kristinsdóttir og Andrea Bergsdóttir þreyttu frumraun sína á LET mótaröðinni um helgina en náðu ekki í gegnum niðurskurð.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ