Golfsamband Íslands

Guðmundur Daníelsson nýr íþróttastjóri Golfklúbbs Borgarness

Golfklúbbur Borgarness og Guðmundur Daníelsson hafa undirritað samning þess efnis að frá og með 1. mars 2021 taki hann við sem íþróttastjóri GB. Guðmundur mun einnig starfa sem aðstoðarmaður framkvæmdastjóra Golfklúbbs Borgarness. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GB.

Síðan 2018 hefur Guðmundur verið í PGA golfkennaranámi PGA á Íslandi og mun Guðmundur klára það nám vorið 2021.

Sumarið 2020 sá Guðmundur ásamt Bjarka Péturssyni um æfingar fyrir félagsmenn G.B. sem og að

ra gesti á Hamarsvelli. Var aðsókn mjög góð og sótti talsverður fjöldi fólks þessa tíma.

Guðmundur hefur verið félagi í Golfklúbbi Borgarness síðan 1987. Sinnt ýmsum verkefnum innan klúbbsins. Hefur m.a. setið í unglinganefnd klúbbsins og mótanefnd. Þá hefur Guðmundur setið í stjórn klúbbsins síðan 2013, fyrst sem meðstjórnandi þá ritari og núna síðast sem formaður klúbbsins. En Guðmundur lét að því embætti á aðalfundi klúbbsins í febrúar.

Guðmundur mun sjá um þjálfun barna- , unglinga- og afreksstarf félagsins ásamt því að sinna almennum félagsmönnum GB og öðrum gestum á Hamarsvelli.

„Ég vil bæta það góða starf sem að fram hefur farið hjá klúbbnum undanfarin ár. Halda áfram að fjölga iðkendum í yngstu hópunum okkar og auka þjónustu við félagsmenn GB og aðra gesti sem heimsækja okkur að Hamri. Þetta er frábært tækifæri sem að ég er mjög spenntur að takast á við.“ sagði Guðmundur við undirritun samningsins.

Golfklúbbur Borgarness vill bjóða Guðmund velkominn til starfa og óskar honum velfarnaðar í starfi.

Exit mobile version