GSÍ fjölskyldan
Auglýsing

Íslandsmót unglinga 2025 í höggleik fór fram á Þorláksvelli í Þorlákshöfn dagana 15.-17. ágúst.

Guðlaugur Þór Þórðarson úr Golfklúbbnum Leyni vann mótið eftir frábæran lokahring.

Guðlaugur lék hringi sína á 76, 70 og 66 höggum, fjórum höggum undir pari í heildina. Hann var þremur höggum á eftir efsta manni fyrir lokahringinn, en lék þar besta hring mótsins og landaði sigrinum. Hann fékk sjö fugla á lokahringnum og skolla á átjándu holunni.

Hringir Íslandsmeistarans

Gunnar Þór Heimisson, GKG, varð annar á einu höggi yfir pari. Guðjón Frans Halldórsson, GKG, hafnaði í þriðja sæti mótsins á tveimur yfir pari.

Guðjón Guðlaugur og Gunnar

Þetta er fyrsti sigur Guðlaugs á mótaröðinni í sumar, en hann situr í þriðja sæti stigalistans eftir mótið. Gunnar Þór leiðir listann með tæpum 1.000 stigum og er kominn langleiðina með að landa stigameistaratitlinum.

Smelltu hér fyrir úrslit mótsins

Smelltu hér fyrir stigalistann

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ