GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Golfsumarið er hafið og samhliða því hefst GSÍ mótaröðin. Þar leika bestu kylfingar landsins í karla- og kvennaflokki um eftirsótta titla þar sem lokamótið, Íslandsmótið í höggleik, er hápunktur ársins. 

Mótaröðin samanstendur af sex mótum sem dreifast yfir keppnistímabilið. Hvert mót er með sína sérstöðu og fá kylfingar stig fyrir árangur í hverju móti fyrir sig. Mótin hafa mismikið vægi, en Íslandsmótin tvö vega þyngst á stigalista GSÍ mótaraðarinnar. Vormótin telja til færri stiga en eru engu að síður mikilvægur hluti keppnissumarsins. Því næst taka við fjögur stærri mót: 

  • Hvaleyrarbikarinn
  • Íslandsmótið í holukeppni
  • Korpubikarinn
  • Íslandsmótið í höggleik

Vormót

Vormótin tvö marka upphaf mótaraðarinnar. Leikfyrirkomulag Vormótanna er breytt punktakeppni, sem gefur kylfingum hvata til að spila sóknargolf. Leikfyrirkomulagið þekkist til að mynda í Barracuda mótinu á PGA mótaröðinni.

 Stigagjöfin er eftirfarandi:

  • Albatross: 8 punktar
  • Örn: 5 punktar
  • Fugl: 2 punktar
  • Par: 0 punktar
  • Skolli: -1 punktur
  • Tvöfaldur skolli eða verra: -3 punktar

Hvaleyrarbikarinn og Korpubikarinn

Hvaleyrarbikarinn og Korpubikarinn eru öflug og virðuleg mót sem hafa verið hluti af GSÍ mótaröðinni um árabil. Mótin fara ávallt fram á Hvaleyrarvelli og Korpúlfsstaðavelli. Leikfyrirkomulagið er 54 holu höggleikur og gilda mótin á heimslista áhugamanna (WAGR).

Íslandsmótið í holukeppni

Íslandsmótið í holukeppni hefst á 36 holu höggleik. Í framhaldinu leika 16 efstu kylfingarnir holukeppni með útsláttarfyrirkomulagi þar til einn stendur eftir sem Íslandsmeistari í holukeppni. Konur leika á Urriðavelli 13.-15. júní og karlar á Hlíðavelli 21.-23. júní.

Íslandsmótið í golfi 

Íslandsmótið í golfi er hápunktur sumarsins og lokamót GSÍ mótaraðarinnar. Leikfyrirkomulag er 72 holu höggleikur þar sem sigurvegari hlýtur titilinn Íslandsmeistari í golfi. Auk þess er stigameistari GSÍ mótaraðarinnar krýndur. Mótið fer fram á Hvaleyrarvelli og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Stigalisti GSÍ mótaraðarinnar

Mótaröðin samanstendur af sex mótum sem dreifast yfir keppnistímabilið. Hvert mót er með sína sérstöðu og fá kylfingar stig fyrir árangur í hverju móti fyrir sig. Mótin hafa mismikið vægi, en Íslandsmótin tvö vega þyngst á stigalista GSÍ mótaraðarinnar.

Stigagjöf efstu manna má sjá hér að neðan:

Ísl. höggleikÍsl. holukeppniÖnnur mótVormót
1150012001000500
21050840700350
3825660550275
4675540450225
5600426400200
6540426360180
7495426330165
8450426300150
9405252270135
10375252250125

Við hvetjum alla til að mæta á mótin í sumar.

Sjáumst á vellinum!

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ