Golfsamband Íslands

Golfreglur 2019: Ef bolti þinn hreyfist á flötinni

Fréttaskot frá dómaranefnd GSÍ þar sem fjallað er um breytingarnar á golfreglunum.


Tvær mikilvægar breytingar hafa orðið á reglunum varðandi bolta sem hreyfist á flötinni:

Eftir því sem hraði flata hefur aukist hefur þeim tilvikum fjölgað að boltar hreyfast á flötunum og oft hefur verið erfitt að ákvarða hvort leikmaðurinn olli hreyfingunni eða hvort boltinn hreyfðist t.d. vegna vinds eða þyngdarafls.

Því var talið bæði sanngjarnt og til mikillar einföldunar að hætta að víta leikmenn þótt þeir valdi því af slysni að bolti hreyfist á flötinni.

Sjá reglu 13.1

Exit mobile version