GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Evrópumót golfklúbba í karlaflokki hófst í dag. Mótið fer fram á Cabot Bordeaux golfvellinum í Frakklandi dagana 23.-25. október.

Golfklúbbur Reykjavíkur varð Íslandsmeistari golfklúbba 2025 eftir sigur gegn GKG og vann sér með því þátttökurétt í mótinu. Alls eru 23 golfklúbbar skráðir til leiks.

Þrír leikmenn eru í hverju liði. Keppt er í höggleik og telja tvö bestu skorin í hverri umferð, en leiknar verða 54 holur í mótinu.

Dagbjartur Sigurbrandsson, Jóhannes Guðmundsson og Sigurður Bjarki Blumenstein skipa lið GR. Einungis áhugakylfingar geta tekið þátt í mótinu.

Smelltu hér fyrir stöðu mótsins

Hægt er að fylgjast með gengi liðsins á Instagram síðu meistaraflokks GR

https://www.instagram.com/mfl_gr

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ