Golfsamband Íslands

Golfklúbbur Hveragerðis ræður vallarstjóra

Í gær var gengið frá samningum við Stein G. Ólafsson í starf vallarstjóra hjá Golfklúbbi Hveragerðis, samræmi við samþykkt stjórnar klúbbsins þann 1. mars en Steinn er þegar tekinn til starfa. Frá þessu er greint á heimasíðu GHG.

Steinn er alinn upp í Hveragerði, en hefur síðastliðna þrjá áratugi sinnt störfum vallarstjóra, fyrst í Öndverðanesi, svo í Kiðjabergi, en síðustu átján ár var hann vallarstjóri á Hlíðavelli í Mosfellsbæ.

Stjórn GHG býður Stein velkominn til starfa og hlakkar til samstarfs við hann.

Steinn og Auðunn Guðjónson formaður GHG.
Steinn og Auðunn Guðjónson formaður GHG.

Exit mobile version