GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Golfklúbbur Hraunborga er nýr golfklúbbur sem er nú formlegur aðili að Golfsambandi Íslands. Umsókn GKH um inngöngu var samþykkt á golfþingi GSÍ um síðastliðna helgi. Fyrir hönd klúbbsins mættu Ragnheiður K. Guðmundsdóttir og Anna Sigríður Ásgeirsdóttir.

Ragnheiður Hulda Bjarnadóttir og Anna Sigríður Ásgeirsdóttir

Ragnheiður tók til máls á þinginu, fór yfir sögu golfklúbbsins og það mikla og óeigingjarna starf sjálfboðaliða sem hefur átt sér stað í Hraunborgum.

Golfklúbburinn var stofnaður árið 2013, en í Hraunborgum stendur í dag níu holu völlur. Allar brautirnar eru par 3, en stækkun vallarins er í skoðun.

Golfsambandið náði á Ragnheiði eftir þing.

Hvaða þýðingu hefur það fyrir Golfklúbb Hraunborga að ganga í golfsambandið, og hvaða áætlanir eruð þið með fyrir völlinn og svæðið á næstu árum?

Golfvöllur hefur verið nokkuð lengi í Hraunborgum en formleg félagastarfsemi hófst fyrir um 12 árum. Síðan þá hefur völlurinn eflst og dafnað þökk sé óeigingjörnu starfi meðlima og þeirra sem hafa verið í stjórn klúbbsins. Okkur hefur á s.l. tveimur árum tekist að gera ótrúlega hluti með völlinn eingöngu í sjálfboðavinnu og með tekjum af vallargjöldum. Það var í upphafi markmið stofnenda að ganga í GSÍ og fá þannig aðgang að samfélagi golfvalla, skýran ramma leiðbeininga og þekkingar. Völlurinn verður metinn og meðlimir okkar og gestir vallarins geta vonandi í framtíðinni skráð forgjöf á völlinn. Við viljum vera íþróttafélag enda erum við með rekstri golfklúbbsins að sinna heilsurækt, andlegri og líkamlegri, forvörnum og stuðla að betra samfélagi. Margir eru að taka sín fyrstu skref í golfíþróttinni og við bjóðum þá svo sannarlega velkomna enda er völlurinn í Hraunborgum einstaklega góður byrjendavöllur þó líka krefjandi fyrir reynda kylfinga. Til framtíðar langar okkur að lengja einhverjar brautir og til eru teikningar af 18 holu velli en tíminn verður að leiða í ljós hvort að af slíkri framkvæmd verður. Við hjá Golfkklúbbi Hraunborga erum að minnsta kosti bjartsýn og erum þess fullviss að aðild að GSÍ muni verða okkur til gæfu.

Merki golfklúbbsins
Völlurinn myndGuðjón Stefánsson

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ