Site icon Golfsamband Íslands

Golfklúbbar á Austurlandi stilltu saman strengi

Efri röð f.v. Friðrik Bjartur Magnússon GKF, Guðmundur Bj. Hafþórsson GFH, Halldór Jón Halldórsson GFH, Þorvaldur Jóhannsson GSF, Jóhann Arnarson GBE, Hörður Geirsson GSÍ, Hákon Ernuson GN.

Golfsamband Íslands boðaði stjórnendur og starfsmenn golfklúbba á Austurlandi á fræðslufund á Egilsstöðum um helgina.

Þar voru kynntar nýjungar í tölvukerfinu golf.is og markaðssetning á samfélagsmiðlum. Einnig fór Hörður Geirsson alþjóðadómari GSÍ yfir vorverk mótanefnda.

Góðar umræður mynduðust á fundinum og ljóst er að mikið sóknarfæri er í að kynna alla þessa náttúrulegu og skemmtilegu golfvelli á svæðinu.

Exit mobile version