Auglýsing

Samkvæmt stefnu Golfsambands Íslands 2020-2027 er markmiðið að golfhreyfingin verði virkur þátttakandi í lýðheilsumálum í samræmi við stefnu ÍSÍ og leggi þar með sérstaka áherslu á þátttöku fjölskyldunnar, ungmenna og eldri borgara.

GSÍ hvetur golfklúbba til þess að skapa fólki aðstæður í samfélaginu sem auðvelda því að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess.

Golfsambandið gaf nýverið út lýðheilsubækling þar sem að safnað er saman gagnlegum fróðleik um jákvæð áhrif golfiðkunar á forvarnir, heilsueflingu, hreyfingu og geðrækt.

Golfklúbbar landsins geta nýtt þessa samantekt til þess að kynna sveitarfélögum og ríkisvaldinu alla þá kosti sem golfíþróttin hefur upp á bjóða.

Hér fyrir neðan er rafræn útgáfa – sem hægt er að hlaða niður. Einnig er hægt að lesa blaðið með QR kóðanum hér fyrir neðan. Taktu mynd af kóðanum og þá ætti blaðið að opnast.

Golfklúbbar landsins fá prentuð eintök á allra næstu dögum.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ