GolfBox hjálpin

Með appinu frá GolfBox sinnir þú öllu í kringum golfið þitt hvar og hvenær sem er á einum stað.
 

Í appinu getur þú skráð þig í rástíma og mót, afskráð rástíma, skráð forgjafarhringi, búið til golfvini og margt fleira.

GolfBoxApp_iphone

Spurt og svarað

Hér að neðan finnur þú svör við nokkrum algengum spurningum. Við uppfærum hér þegar nýjungar berast.

Þú getur sótt GolfBox appið í App Store og Google Play Store.

Þú notar sama notandanafn og lykilorð og þú notar inn á GolfBox vefsíðuna. Athugaðu að þú verður að vera virkur félagi í golfklúbbi innan GSÍ.

Ef þú hefur gleymt lykilorði og/eða notandanafni eru nokkrar leiðir til að fá aðstoð. En athugaðu að þú þarft að hafa aðgang í GolfBox og vera virkur félagi í golfklúbbi.

Aðgerðin „Gleymt lykilorð“ – http://golfbox.golf/#/ForgotPassword

Sláðu inn netfangið þitt og notandanafn og smelltu á hnappinn [Senda aðgangsorð]

Þú færð sendan tölvupóst með notandanafni þínu sem og tengil á síðu þar sem þú getur slegið inn nýtt lykilorð. En athugið í þessum tölvupósti er að finna notandanafnið þitt líka sem er jafn nauðsynlegt og lykilorð þegar notuð er innskráning á GolfBox.

Ef kylfingur breytir bara lykilorðinu þá þarf hann að sjálfsögðu að nota það næst þegar hann skráir sig inn ásamt notandanafninu sem hann fékk sent í póstinum hér að ofan. Sömu aðgangsorð eru fyrir vefinn og appið.

Ef kylfingurinn vill breyta notandanafninu sínu sem hann fékk í tölvupóstinum (IS-X-XXXX) þá smellir hann á FORSÍÐAN MÍN og Breyta Prófílnum

Smellir síðan á Breyta notandanafni og aðgangsorði > og setur þar nýtt notandanafn og lykilorð og smellir neðst á síðunni á Uppfæra

Óþarfi er að vera með flókið notandanafn eða lykilorð. Haldið þessu einföldu og notandanafn og lykilorð mega vera eins.

Ég fékk engan tölvupóst sendan til þess að endurstilla lykilorðið mitt?
Ef það tókst að endursetja lykilorðið en þú finnur ekki tölvupóstinn í innhólfinu, athugaðu hvort þú ert skráð/skráður inn á sama netfangi og því netfangi sem þú baðst um nýtt lykilorð fyrir. Þú getur líka athugað í ruslpóstinn/spam hólfið.

Við mælum með að nota eigið (persónulegt) netfang vegna þess að vinnutölvupóstur er oft með aðgangstakmörkunum.

Ef ofangreint hjálpar ekki þá er mögulegt að klúbburinn þinn sé ekki með rétta netfangið þitt vistað í meðlimaskrá. Þú verður að hafa samband við golfklúbbinn þinn sem getur breytt netfanginu og sent þér tölvupóst með hlekk í að endursetja lykilorðið.

Í appinu smellir þú á “Gleymt lykilorð” undir innskráning.

Þú skráir þig inn á vef eða app GolfBox og velur “Forsíðan mín”.

  1. Smellir á Stillingar.
  2. Neðarlega á síðunni er Innskráning notandanafn og lykilorð.
  3. Slærð inn nýtt notandanafn og lykilorð.
  4. Slærð inn farsímanúmer og netfang og Uppfærir .

Já, búið er að þýða appið yfir á íslensku en tungumál appsins er háð stillingu tungumáls í snjallsímanum þínum.

Þú getur notað vefviðmót GolfBox í tölvu.

Virkni

Ef þú átt bókaðan rástíma og vilt staðfesta að þú sért mætt/ur.

Hver golfklúbbur fyrir sig ákveður hvenær í fyrsta og síðasta lagi þú mátt staðfesta mætingu. Gott er að kynna sér vel skráningarreglur þar sem þú átt skráðan rástíma.

Tökum dæmi: Golfklúbbur Furðuvíkur leyfir kylfingum að staðfesta rástíma 1 klukkutíma fyrir skráðan rástíma og í síðasta lagi 10 mínútur fyrir. Þá þýðir það að þeir kylfingar sem reyna staðfesta fyrir þann tíma fá ekki upp möguleikann á staðfestingu. Kylfingur sem reynir að staðfesta þegar innan við 10 mínútur eru í hann hverfur af rástíma og annar kylfingur getur skráð sig í rástímann. Þá þarf viðkomandi að hafa strax samband við starfsmann í afgreiðslu og tilkynna sig áður en einhver annar skráir sig á þeim 9 mínútum sem standa til boða.

Þeir sem ekki eru ekki með appið í símanum verða staðfesta mætingu hjá starfsmanni í afgreiðslu.

Ef vandamálið er enn til staðar, hafðu þá samband við starfsmann í afgreiðslu sem mun hjálpa þér.

Hefur þú skráð þig á rástíma en sérð ekki fram á að nýta hann?

Afskráðu þig úr rástíma með að lágmarki 60 mín. fyrirvara svo aðrir geti nýtt sér rástímann.

Þú getur afskráð þig með einföldum hætti í GolfBox appinu í „Mínir rástímar“ eða á vef GolfBox.

! Varúð að ef þú smellir á “Eyða öllu” þá afskráir þú þig og alla þá sem þú skráðir með þér.

Ef þú ert meðlimur í fleiri en einum klúbbi þá ertu alltaf með einn skráðan heimaklúbb sem hefur yfirumsjón með forgjöf þinni.

 

Í GolfBox er hægt að búa til golfvini þ.e. kylfinga sem þú leikur oft golf með. Þessi virkni flýtir fyrir að skrá þá rástíma með þér eða finna rástíma þar sem þeir hafa skráð sig á. Helstu kostir:

Það er auðvelt að finna golfvini þegar þú vilt bæta þeim við í rástímann.
Möguleiki er að skrá sig í rástíma sem golfvinir eiga bókaðan svo lengi sem laust er í ráshópnum. Athugið ef ráshópurinn er fullur þá sérðu ekki rástímann.
Þegar þú hefur bókað rástíma þá getur þú auðveldlega sent golfvinum boð í að skrá sig í rástímann með þér.
Svona sendir þú golfvinabeiðni

Vandamál

Skráningarreglur golfklúbba eru mismunandi. Kynntu þér vel skráningarreglur á þeim velli sem þú ert að reyna skrá þig á. Í flestum tilfellum hafa meðlimir á viðkomandi velli einhverja daga fram yfir gesti í að skrá sig.

Eins getur golfklúbbur læst aðgengi þínu að rástímaskráningum á sínum golfvelli tímabundið hafir þú brotið skráningarreglur. Í þeim tilfellum getur þú ekki skráð þig á rástíma og þarft að hafa samband við golfklúbbinn ef spurningar vakna.

 

Ef illa gengur að ná í appið í iOS App Store eða Google Play Store, þá er líklegast að ástæðan sé annað af eftirfarandi:Síminn þinn er með eldri útgáfu af stýrikerfi sem GolfBox styður ekki. Vinsamlegast athugaðu hvort síminn þinn sé með nýjustu útgáfu þíns stýrikerfis áður en þú reynir að niðurhala GolfBox.

Hugsanlega finnst GolfBox ekki í App Store/Play Store þess lands sem þú ert skráð/ur í en það er gefið út í eftirfarandi löndum: IS, NO, DK, US. Ef þú ert skráður í App Store/Play Store í öðru landi, gætir þú reynt að breyta tímabundið um land til þess að ná í GolfBox.

Ef appið hegðar sér á einhvern hátt óeðlilega, ertu vinsamlegast beðinn um að eyða appinu og ná í nýjustu útgáfuna í App Store/Play Store. Ef vandamálið er enn til staðar, hafðu þá samband við golfklúbbinn þinn sem hjálpar þér við úrlausn.

Nei, það eru ca. 70% af öllum golfklúbbum á landinu sem bjóða upp á rástímaskráningu í gegnum GolfBox.

Í appinu sérðu þá velli sem leyfa rástímaskráningar.

Smelltu á Rástímabókun!

Finnur þú ekki svarið?

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ