Golfsamband Íslands hefur gert samstarfssamning við viðburðahaldara Golf Expo 2026, Vista Expo og Nordic Live Event. Haldin verður sýning í Laugardalshöll dagana 7.-8. mars 2026.
Hægt er að heimsækja heimasíðu sýningarinnar hér
Markmið sýningarinnar er að sameina fyrirtæki, golfklúbba og aðra aðila í golfhreyfingunni á Íslandi á einum vettvangi til að kynna vörur, þjónustu og nýjungar, efla tengslanet og styrkja ímynd golfsins sem fjölbreyttar og ört vaxandi íþróttar.
„Það er frábært að fá að vinna með Golfsambandi Íslands að enn meiri uppbyggingu á golfíþróttinni á Íslandi. Með þessu samstarfi erum við að stíga stórt skref í þá átt að sameina golfáhugamenn og fyrirtæki til að efla golfíþróttina á Íslandi.“ segir Björgvin Þór Rúnarsson eigandi IGE 2026″

„Við hjá Golfsambandi Íslands erum spennt fyrir samstarfi okkar við Vista Expo og Nordic Live Event. Það var kominn tími á eina stóra hátíð fyrir okkur golfarana og er hrikalega gaman að sjá hvað þetta fer af stað af miklum krafti.“ segir Fannar Már, markaðsstjóri GSÍ, sem tekur sæti í fagráði sýningarinnar.

