Kristófer Orri Þórðarson, afrekskylfingur úr GKG, hafnaði í öðru sæti á unglingamóti sem fram fór á Saddlebrook vellinum rétt fyrir utan Tampa í Flórída. Kristófer lék hringina tvo í mótinu á 70 og 75 höggum, og deildi hann efsta sætinu með tveimur öðrum. Skera þurfti úr um úrslitin í bráðabana og réðust úrslitin þannig að Bandaríkjamaðurinn Fletcher Wunderlich sigraði. Kristófer þurfti því að sætta sig við annað sætið. Þetta er fyrsta mótið hjá Kristófer í langan tíma, en hann glímdi við meiðsli mestallt tímabilið í fyrra. Þessi frábæri árangur gefur góð fyrirheit með framhaldið.
/
- Pistlahöfundur: Sigurður Elvar
Deildu:
Deildu:
Skráning hafin á Golfhátíð á Akranesi
13.02.2025
Fréttir
Ný golfbraut á Suðurlandsbraut
12.02.2025
Klúbbafréttir
Héraðsdómaranámskeið í febrúar
27.01.2025
Golfreglur