Auglýsing

Heimsleikar Special Olympics 2023 fóru nýverið fram í Berlín í Þýskalandi. Þar tóku um 7000 keppendur þátt frá 190 þátttökulönd og var keppt í 29 íþróttagreinum.

Alls tóku 30 íslenskir keppendur þátt og kepptu þau í 10 íþróttagreinum og þar á meðal golfi.

Nánar um Special Olympics hér:

Íslenski golfhópurinn var þannig skipaður: Elma Berglind Stefánsdóttir, Golfklúbbur Akureyrar, Telma Þöll Þorbjörnsdóttir, Golfklúbbur Selfoss, Anton Orri Hjaltalín, Golfklúbbur Akureyrar, Sigurður Guðmundsson, Golfklúbbur Sandgerðis og Elín Fanney Ólafsdóttir, Keilir.

Anna-Einarsdottir var aðstoðarþjálfari og tók þátt í Unified- keppninni – þar sem að fatlaðir og ófatlaðir keppa saman. Sandra Jónasdóttir og Víðir Steinar Tómasson voru þjálfarar hópsins.

Íslenski golfhópurinn lék á Bad Saarow golfsvæðinu sem er skammt frá Berlín.

Anton og Telma kepptu í þrautum þar sem keppendur söfnuðu stigum. Þrautirnar voru með ýmsum hætti þar sem keppendur pútta af mismunandi vegalengdum, vippa, slá járnahögg og einnig var slegið með dræver. Anton var í flokki 4 í þessari þrautakeppni og varð hann annar. Telma keppti í efsta flokknum, eða 8. flokki, og stóð hún uppi sem sigurvegari.

Anna og Elma spiluðu saman í Unified keppninni þar sem fatlaðir og ófatlaðir keppa saman. Þær léku í 4. flokki og enduðu í þriðja sæti.

Elín og Sigurður kepptu í 5. styrkleikaflokki og léku þar 18 holur. Elín sigraði nokkuð örugglega í flokki 7. Sigurður keppti í 2. flokki og endaði þar í öðru sæti.

Íslensku keppendurnir stóðu sig gríðarlega vel og voru þau öll mjög ánægð með mótið. Þau lærðu heilmikið og fengu frábæra upplifun og fóru heim með góðar minningar.

Special Olympics samtökin voru stofnuð árið 1968 af Kennedy fjölskyldunni. Markmið var að gefa fólki með þroskahömlun tækifæri til æfinga og keppni í íþróttum. Árið 2023 eru skráðir iðkendur um 5 milljónir og viðmið byggir í dag á hvort einstaklingur þurfi aðstoð við nám eða í daglegu lífi. Tækifæri hafa því opnast fyrir mun fleiri iðkendur en áður. Sérstök áhersla var lögð á „unified“ keppni þar sem fatlaðir og ófatlaðir kepptu saman.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ