Site icon Golfsamband Íslands

GKG fékk endurnýjun viðurkenningar sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Á myndinni eru frá vinstri þeir Lárus og Finnur ásamt ungum golfiðkendum í GKG með fána fyrirmyndarfélaga ÍSÍ.

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ laugardaginn 9. apríl síðastliðinn. Þann dag fékk félagið einnig afhenta nýja og glæsilega aðstöðu við Vífilsstaði í Garðabæ. Það var Lárus Blöndal forseti ÍSÍ sem afhenti formanni félagsins Finni Sveinbjörnssyni viðurkenninguna. Á myndinni eru frá vinstri þeir Lárus og Finnur ásamt ungum golfiðkendum í GKG með fána fyrirmyndarfélaga ÍSÍ.

Frá þessu er greint á vef ÍSÍ. 

Exit mobile version