Golfsamband Íslands

Fréttabréf LEK – 30. ágúst 2018

Sælir ágætu LEK félagar
Síðasta mót Öldungamótaraðarinnar, mót númer 7 var haldið hjá Leyni á Akranesi 25. ágúst.  Alls mættu 88 eldri kylfingar til leiks. Veður var frábært og öll umgjörð hjá Leyni til fyrirmyndar.

Sigurvegarar í mótinu eru:

1. sæti höggleikur karlar:
Gunnar Páll Þórisson, GKG 74 högg

1. sæti punktar karlar:  Kristinn Jóhann Hjartarson, GL 40 punktar
2. sæti punktar karlar: Erlingur Arthúrsson, GM 38 punktar
3. sæti punktar karlar: Henry Þór Granz, GF 37 punktar

1. sæti höggleikur konur: 
Þórdís Geirsdóttir, GK 75 högg

1. sæti punktar konur: Guðrún Garðars, GK 35 punktar
2. sæti punktar konur: Svala Óskarsdóttir, GL 34 punktar
3. sæti punktar konur: Kristín Sigurbergsdóttir, GK 34 punktar

Verðlauna má vitja hjá Erninum golfverslun. www.orninngolf.is

ÖLDUNGAMÓTARÖÐIN
Þar með er lokið keppni til stigameistara karla og kvenna í Öldungamótaröðinni en til landsliðsstiga telja öll mótin hjá hverjum einstaklingi. Þrátt fyrir rysjótt veður hefur þátttaka  verið góð og að meðaltali mættu 110 keppendur í hvert mót.

Sigurvegarar eftir flokkum eru:

 

Konur án forgjafar:
Þórdís Geirsdóttir
Guðrún Garðars
Ásgerður Sverrisdóttir

Konur með forgjöf:

Ásgerður Sverrisdóttir
Guðrún Garðars
Þórdís Geirsdóttir

Karlar án forgjafar:

Tryggvi Valtýr Traustason
Gunnar Páll Þórisson
Guðni Vignir Sveinsson

Karlar með forgjöf:

Tryggvi Valtýr Traustason
Jón Bjarki Sigurðsson
Þorsteinn Geirharðsson

Allar stigatöflur má nálgast hér:

LANDSLIÐ ELDRI KYLFINGA 2019

Í mörgum flokkum var hart barist um landsliðssæti næsta árs. Í keppni um sæti í landsliðunum telja 5 bestu mót hvers keppanda. Eftirtaldir unnu sér rétt til landsliðsæta:

Karlar 55+ án forgjafar: 

Tryggvi Valtýr Traustason, Gunnar Páll Þórisson, Guðni Vignir Sveinsson, Gauti Grétarsson, Frans Páll Sigurðsson og Björgvin Þorsteinsson.

Karlar 55+ með forgjöf: 

Eyþór Ágúst Kristjánsson, Guðmundur Á Guðmundsson, Helgi Svanberg Ingason, Sigurður Óli Sumarliðason, Gunnlaugur H. Jóhannsson, Hörður Sigurðsson.

Konur án forgjafar, lágmarksforgjöf 6,0:

Guðrún Garðars, Ásgerður Sverrisdóttir, Steinunn Sæmundsdóttir, María Málfríður Guðnadóttir, og Ragnheiður Sigurðardóttir.

Karlar 70+ með og án forgjafar:

Þorsteinn Geirharðsson, Gunnlaugur Ragnarsson, Þórhallur Sigurðsson, Henry Þór Granz, Axel Jóhann Ágústsson og Gunnsteinn Skúlason.
Í fyrsta skipti var flokkur kvenna 65+ hafður með sem tilraunaverkefni. Fáar konur skráðu sig til leiks í þessum flokki en mjór er mikils vísir og ekki vafi á að þessi flokkur mun eflast á komandi árum. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort úr þessum hópi verði myndað landslið.
Nánar má sjá um keppni til landsliða með því að smella hér.  

GOLFGLEÐI LEK
 

Síðasta mót LEK á árinu er Golfgleði LEK. Það mót verður á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ 8. september. Þar er leikinn betri bolti og er ræst út af öllum teigum. Áætlað er að mótið hefjist kl. 14:00 og ljúki með verðlaunaafhendingu og kvöldverði. Verðlaun eru veitt fyrir 12 efstu sætin, nándarverðlaun, ýmis önnur verðlaun og dregið úr skorkortum. Golfgleðin hefur verið mjög vinsæl en vegna þess að ræst er út af öllum teigum samtímis er fjöldinn takmarkaður. Golfgleði LEK er kjörið tækifæri til að ljúka góðu golfsumri í góðum félagsskap.

VALGREIÐSLUKRAFA- STYRKTARGJALD

 

Stjórn LEK þakkar öllum sem tekið hafa þátt í starfi LEK á árinu og þakkar þeim sem styrkt hafa starfsemina með því að borga valgreiðslukröfu sem send var í heimabankana. Því miður misfórst það að hluta og verða kröfur sendar aftur til þeirra sem ekki fengu þær sendar í sumar. Biðjum ykkur að bregðast vel við þar sem ykkar framlag skiptir okkur máli í viðleitni okkar til að halda úti öflugu starfi í þágu okkar allra!

Takk fyrir gott golfsumar en sjáumst á GOLFGLEÐI LEK þann 8. september á Hlíðarveli.

Exit mobile version