Golfsamband Íslands

Frábært skor á Áskorendamótaröðinni á Glannavelli

Glannavöllur í Borgarfirði.

Áskorendamótaröð Íslandsbanka fór fram á Glannavelli í Borgarfirði hjá Golfklúbbnum Glanna. Keppendurnir náðu prýðisárangri og sigurvegarinn í piltaflokki, Breki Gunnarsson Arndal úr GKG, sigraði á glæsilegu skori, þremur höggum undir pari vallar.

Alls tóku 45 keppendur þátt og þar af 15 stúlkur og þátttakan var því góð. Þetta var fimmta mótið á Áskorendamótaröð Íslandsbanka sem er ætluð þeim kylfingum sem vilja öðlast keppnisreynslu áður en haldið er á sjálfa Íslandsbankamótaröðina. Lokamótið á Áskorendamótaröðinni fer fram á Nesvellinum í byrjun september.

Myndasyrpu frá mótinu sem Viktor Elvar Viktorsson tók á Glannavelli má sjá á fésbókarsíðu Golf á Íslandi:

Piltar:

17-18 ára:
1. Yngvi Marinó Gunnarsson, GOS 106 högg +36


14 og yngri:

1. Breki Gunnarsson Arndal, GKG 67 högg -3
2. Björn Viktor Viktorsson, GL 71 högg +1
3. Orri Snær Jónsson, NK 72 +2
4. Sveinn Andri Sigurpálsson, GM 75 högg +5
5.-6. Bjarni Freyr Valgeirsson, GR 77 högg +7
5.-6. Egill Orri Valgeirsson, GR 77 högg +7


Stúlkur:

14 ára og yngri:

1. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR 85 högg +15
2. Inga Lilja Hilmarsdóttir, GK 89 högg +19
3. Margrét K Olgeirsdóttir Ralston, GM 91 högg +21
4. Brynja Valdís Ragnarsdóttir, GR 92 högg +22
5. Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM 95 högg +25

Verðlaunahafar í flokki 14 ára og yngri í stúlknaflokki:

Yngvi Marinó Gunnarsson, sigurvegari í flokki 17-18 ára: 

Björn Viktor Viktorsson og Breki Gunnarsson Arndal verðlaunahafar í flokki 14 ára og yngri. 

 

Exit mobile version