Golfsamband Íslands

„Frábærar fréttir“ – Svíar lýsa yfir ánægju með 13 holu lausnina í Eyjum

Frá Íslandsmóti eldri kylfinga í Vestmannaeyjum 2015. Mynd/AI

Gunnar Håkansson framkvæmdastjóri sænska golfsambandsins, SGF, er ánægður með ákvörðun Golfsambands Íslands að halda KPMG-bikarinn á Íslandsmótinu í holukeppni á 13 holum í stað átján. Í samtali við golf.is segir framkvæmdastjóri eins stærsta golfsambands Evrópu að golfíþróttin þurfi á slíkum innblæstri að halda.

„Mér finnst þetta frábærar fréttir og prýðisgott dæmi um að golf geti breyst til hins betra,“ segir Gunnar Håkansson, framkvæmdastjóri sænska golfsambandsins, SGF, um ákvörðun Golfsambands Íslands um að halda keppni um KPMG-bikarinn á Íslandsmótinu í holukeppni á þrettán holum í stað átján, en hún hefur verið tilkynnt öllum golfsamböndum.

Gunnar Håkansson framkvæmdastjóri sænska golfsambandsins

„Við þurfum á innblæstri að halda og fordæmum til að styðjast við í vinnu okkar við þróun golfleiksins. Við munum klárlega nýta þetta frumkvæði þegar það gagnast,“ bætir Håkansson við í samtali við golf.is.

Exit mobile version