Site icon Golfsamband Íslands

Formannafundur GSÍ 2018 – fundarboð

Ágætu félagar.

Formannafundur GSÍ 2018 fer fram laugardaginn 24. nóvember.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fulltrúa fyrir 16. nóvember.

Venju samkvæmt er fundurinn ætlaður formönnum og framkvæmdastjórum golfklúbba en klúbbum er velkomið að senda aðra fulltrúa í þeirra stað á fundinn.

Ekki er þó gert ráð fyrir fleiri en tveimur fulltrúum frá hverjum klúbbi.

Skráning hér https://goo.gl/forms/5kOSoCjs3XJKZTj72

Fundargestir eru beðnir vinsamlega um að koma með tölvu með sér þar sem fundargögn fundarins verða á rafrænu formi.

Fundurinn verður haldinn í veislusalnum Gjánni Grindavík, 1-3, Austurvegur, 240 Grindavík.

Gistingu er hægt að panta hjá GEO Hótel Grindavík, Sími: 421-4000, Víkurbraut 58, 240 Grindavík en afsláttarkóði fundarins er (formannafundur2018.)

Fundargestir eru hvattir til að senda inn tillögu að málefnum sem tekin yrðu fyrir undir liðnum önnur mál. Slíkar tillögur þurfa að berast skrifstofu GSÍ fyrir 16. nóvember, á netfangið brynjar@golf.is

F.h. Stjórnar GSÍ

Brynjar Eldon Geirsson

Exit mobile version