Site icon Golfsamband Íslands

Fjórir Íslendingar kepptu á Opna áhugamannamótinu á Portmarnock

Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt á einu sterkasta áhugamannamóti veraldar. Um var að ræða Opna áhugamannamótið sem fram fer á hinum sögufræga golfsvæði við Portmarnock á Írlandi. Keppnisvellirnir eru tveir, The Island (Par 71) og Portmarnock (Par 72).

Opna áhugamannamótið dregur að sér sterkust áhugakylfinga veraldar. Alls eru 288 keppendur en fyrstu tvo keppnisdagana fer fram höggleikur og síðan tekur við holukeppni. Keppnisdagarnir eru því alls sex.

Íslensku kylfingarnir náðu ekki að komast inn í sjálfa holukeppnina og er því úr leik.

92. sæti: Birgir Björn Magnússon, GK 73-76 (+6).

110. sæti: Gísli Sveinbergsson, GK 75-75 (+7)

160. sæti: Rúnar Arnórsson, GK 76-76 (+12)

221. sæti: Aron Snær Júlíusson, GKG, GK 76-79 (+9)




Staðan er hér:

Keppt var fyrst á þessu móti á Hoylake árið 1885 þar sem 44 keppendur frá 12 klúbbum tóku þátt. Sögufrægir keppendur á borð við Bobby Jones, Sergio Garcia og José María Olazábal hafa fagnað sigri á þessu móti.

Það er að miklu að keppa. Sigurvegarinn fær boð um að taka þátt á þremur af alls fjórum risamótum atvinnukylfinga í karlaflokki. Opna mótinu, Opna bandaríska meistaramótinu og Masters mótinu á Augusta.

Exit mobile version