Auglýsing

Mótahald á vegum Golfsambands Íslands sumarið 2021 verður að venju viðamikið.

Alls eru 18 Íslandsmót á dagskrá á keppnistímabilinu og fara þau fram víðsvegar um landið. Markmið GSÍ er að öll Íslandsmót verði vegleg mót og golfhreyfingunni til sóma.

Keppt er um Íslandsmeistaratitla á hverju ári í mörgum aldursflokkum í höggleik, holu -og liðakeppni. Fyrsta Íslandsmót keppnistímabilsins fer fram dagana 18.-20. júní og það síðasta fer fram dagana 20.-22. ágúst.

Hlutverk GSÍ er að halda Íslandsmót og stýra framkvæmd þeirra með aðstoð viðkomandi golfklúbbs þar sem að mótin fara fram. Árið 2020 tók nýtt fyrirkomulag mótahalds gildi þar sem lagt er upp með að einfalda fyrirkomulag mótahalds á vegum GSÍ.

Íslandsmótið 2021 sem fer fram Jaðarsvelli á Akureyri verður einn af hápunktum tímabilsins og ríkir mikil tilhlökkun fyrir keppnistímabilinu sem er framundan. Sighvatur Jónsson,SIGVA Media, setti saman þetta myndband frá Íslandsmótinu 2020 þar sem að finna má myndefni frá RÚV og ljósmyndir frá Sigurði Elvari Þórólfssyni.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ