
Íslandsmót unglinga 2025 í höggleik fór fram á Þorláksvelli í Þorlákshöfn dagana 15.-17. ágúst.
Fjóla Margrét Viðarsdóttir, Golfklúbbi Suðurnesja, stóð uppi sem sigurvegari flokksins. Hún lék mótið á tveimur höggum undir pari og tryggði sigurinn með frábærum fuglum á 16. og 17. holu síðasta keppnisdagsins. Fjóla var með besta meðalskor flokksins á bæði par 4 og par 5 holum, ásamt því að tapa fæstum höggum allra kylfinga mótsins.

Önnur varð Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM. Pamela lék mótið á tveimur höggum yfir pari í heildina og var allan tímann skammt á eftir Fjólu. Eftir frábæran örn Pamelu á 13. holu lokahringsins færðist fjör í leikinn, en öflugur endasprettur Fjólu skilaði henni sigrinum.

Auður Bergrún Snorradóttir endaði í þriðja sæti mótsins á níu höggum yfir pari í heildina. Auður lék hringi sína á 76, 74 og 75 höggum.


Með sigrinum kemur Fjóla sér nær stigameistaratitlinum, en hún og Pamela voru svo gott sem jafnar fyrir Íslandsmótið. Það verður spennandi að fylgjast með endasprettinum.
Smelltu hér fyrir úrslit mótsins




