Site icon Golfsamband Íslands

Fjallað um Axel á heimasíðu sterkustu mótaraðar Evrópu

Axel Bóasson, GK, Íslandsmeistari 2017.

Árangur Axels Bóassonar atvinnukylfings úr Keili hefur vakið mikla athygli. Íslandsmeistarinn 2017 er til umfjöllunnar á heimasíðu sterkustu atvinnumótaraðar Evrópu, Europeantour.

Þar er farið yfir árangur Axels á síðasta keppnistímabili en hann varð m.a. stigameistari á Nordic Tour atvinnumótaröðinni og sigraði á tveimur mótum á þeirri mótaröð.

Með árangri sínum tryggði Axel sér keppnisrétt á Challenga Tour mótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Evrópu og þar mun hann keppa á næstu mánuðum. Birgir Leifur Hafþórsson er einnig með keppnisrétt á þessari mótaröð.

Viðtalið má lesa í heild sinni hér. 

Exit mobile version