GSÍ fjölskyldan
Auglýsing

Evrópumót kvenna, karla, stúlkna – og pilta hefjast þriðjudaginn 8. júlí. Ísland er með lið í öllum fjórum mótunum.

Evrópumót kvenna fer fram í Frakklandi og leikur kvennaliðið í efstu deild. Tuttugu sterkustu sveitir Evrópu mætast á Golf de Chantilly vellinum í Frakklandi.

Fyrirkomulag mótsins er tveggja daga höggleikur og þriggja daga holukeppni. Leikinn er 36 holu höggleikur fyrstu tvo keppnisdagana. Efstu átta lið hans leika um Evrópumeistaratitilinn. Fimm af sex bestu skorunum telja í höggleiknum og því mikilvægt fyrir alla að leika vel. Síðustu þrjá daga mótsins er útsláttarkeppni, þar sem leiknir eru tveir leikir í fjórmenning fyrir hádegi og fimm í tvímenning eftir hádegi. Lið sem eru ekki að leika til sigurs í mótinu leika einn fjórmenning og fjóra tvímennings leiki.

Íslensku liðin í æfingabúðum fyrir EM

 

Evrópumót kvenna 8.-12. júlí í Frakklandi

Smelltu hér fyrir stöðuna hjá konunum:

Nánar um mótið hér:

Sveit Íslands skipa:

Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA
Elsa Maren Steinarsdóttir, GR
Eva Kristinsdóttir, GM
Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS
Hulda Clara Gestsdóttir, GKG
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GKG

Þjálfari: Þorsteinn Hallgrímsson
Sjúkraþjálfari: Árný Lilja Árnadóttir

Perla og Eva við opnun mótsins

 

Golf de Chantilly var stofnaður árið 1909. Keppt verður á Vineuil vellinum, sem er aðalkeppnisvöllur klúbbsins. Upphaflega var völlurinn hannaður af John Henry Taylor, en síðar endurhannaður af Tom Simpson og Donald Steel. Völlurinn liggur í skógi vöxnu svæði í Hauts-de-France héraðinu, um 50 kílómetrum norður af París.

Þýskaland mætir til leiks sem ríkjandi meistari eftir sigur í mótinu árið 2024, sem fram fór á Real Sociedad Hípica Española Club de Campo vellinum á Spáni. 

Við munum fylgjast með gengi okkar kylfinga á öllum helstu miðlum GSÍ, fylgist með.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ