GSÍ fjölskyldan
Auglýsing

Íslandsmót unglinga 2025 í holukeppni fór fram á á Hlíðavelli í Mosfellsbæ dagana 23.-25. ágúst.

Til úrslita í stúlknaflokki 12 ára og yngri léku Eiríka Malaika Stefánsdóttir, GM, og Elva Rún Rafnsdóttir, GM. Eftir átján holur var ekkert sem skildi þær að, og þurfti að leika bráðabana til að fá sigurvegara í mótið. Eiríka vann 19. holuna og er Íslandsmeistari í holukeppni 2025 í stúlknaflokki 12 ára og yngri.

Þetta er annað árið í röð sem Eiríka leikur bráðabana um sigurinn, en á síðasta ári varð hún önnur eftir 21 holu leik.

Sólveig Arnardóttir, GK, varð þriðja eftir 1/0 sigur í leiknum um bronsið

Hér má sjá rástíma og úrslit allra leikja

Úrslit leikja


Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ