Site icon Golfsamband Íslands

DOY – Gísli Ice-Cool „we did it again“

Enn og aftur sigrar Íslendingur á hinu sterka golfmóti Duke of York. Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili stóð í dag uppi sem sigurvegari á mótinu sem að þessu sinni fór fram á Royal Aberdeen í Skotlandi. Mótið er afar virt meðal kylfinga 18 ára og yngri en aðeins landsmeistarar er boðið þátttaka það er því augljóst að styrkleiki þess er mikill.

Gísli lék hringina tvo á 5 höggum undir pari, þann fyrri á 69 höggum og þann seinni á 68 höggum. Gísli var auðvita afar sáttur enda stærsti titilinn hingað til í höfn. „ það er mikill heiður að fá að keppa á þessu móti sem haldið er af Hertoganum af Jórvík og ekki skemmir fyrir að fá að leika á hinum stórkostlega Royal Aberdieen.  Ég vissi að ég yrði að spila mitt besta golf ef ég ætti að eiga möguleika á að ná tiltilinum enda gríðalega góðri kylfingar mættir til leiks. sagði Gísli eftir sigurinn góða.

Afar efriðar aðstæður voru á vellinum vegna þoku sem hamlaði leik trekk í trekk og fór svo að lokum að mótshaldarar ákváðu að leiknar 36 holur í stað 54 eins og áætlað var. Þetta er í þriðja sinn sem Íslendingur vinnur mótið. Ragnar Garðarsson vann mótið 2012 og Guðmundur Ágúst Kristjánsson árið 2010.

Exit mobile version