Golfsamband Íslands

Daníel Ísak og Andri Þór efstir – Berglind og Ólöf María leiða í kvennaflokki

Andri Þór Björnsson var léttur að loknum góðum hring í dag.

Daníel Ísak Steinarsson, fimmtán ára gamall kylfingur úr GK, stal senunni á fyrsta degi Egils-Gullmótsins á Eimskipsmótaröðinni sem hófst á á Strandarvelli á Hellu í dag. Daníel Ísak lék fyrsta hringinn á fjórum höggum undir pari og er jafn Andra Þór Björnssyni, GK.

Daníel Ísak lék fyrri níu holurnar á 35 höggum en náði svo þremur fuglum á síðustu fjórum holum dagsins og lauk leik á fjórum höggum undir pari. Andri Þór spilaði jafnan og góðan hring í dag, var með sex fugla, meðal annars á átjándu holunni.

Kristján Þór Einarsson, GM, er þriðji á þremur höggum undir pari og þar á eftir koma Ingvar Andri Magnússon, GR, Ragnar Már Garðarsson, GKG og Hlynur Geir Hjartarson, GOS, allir á tveimur höggum undir pari. Ragnar Már fékk tvo fugla á síðustu fjórum holunum, en Hlynur Geir var í fínu formi framan af, þremur höggum undir pari eftir tólf holur. Hann paraði fimm og fékk einn skolla á síðustu sex holunum.

Í kvennaflokki eru Berglind Björnsdóttir, GR, og Ólöf María Einarsdóttir, GM, jafnar á tveimur höggum yfir pari. Berglind lék fyrri níu holurnar á 36 höggum og endurtók leikinn á seinni níu. Ólöf María fékk tvo skramba á fyrri níu en krækti í þrjá fugla á seinni níu og þær enduðu báðar á 72 höggum.

Skammt á eftir þeim koma Þórdís Geirsdóttir, GK, og Ingunn Einarsdóttir, GKG, á 74 höggum og stutt er í næstu kylfinga þar á eftir. Hin fjórtán ára gamla Hulda Clara Gestsdóttir lék fyrri níu holurnar á 36 höggum en fékk svo tvo skramba á seinni níu og féll niður listann.

Berglind Björnsdóttir er efst í kvennaflokki ásamt Ólöfu Maríu Einarsdóttur.
Berglind Björnsdóttir er efst í kvennaflokki ásamt Ólöfu Maríu Einarsdóttur.
Andri Már Óskarsson horfir á eftir boltanum á heimavelli sínum.
Andri Þór Björnsson vísar boltanum veginn eftir pútt.
Hlynur Geir Hjartarson.
Karen Guðnadóttir.
Kristján Þór og Ólafur Björn voru ánægðir með hvorn annan.
Ragnar Már Garðarsson.
Saga Traustadóttir.
Sigurþór Jónsson.
Björgvin Sigurbergsson í stúkusæti. Áhorfendum mun eflaust fara fjölgandi þegar líður á helgina.
Helga Kristín Einarsdóttir.

Exit mobile version