Site icon Golfsamband Íslands

Dagbjartur hefur farið upp um 4555 sæti á heimslista áhugakylfinga


Dagbjartur Sigurbrandsson, úr GR hefur farið upp um 4555 sæti á heimslista áhugakylfinga frá því um miðjan mars 2019. Dagbjartur, sem er fæddur árið 2002, var í sæti nr. 4852 þann 16. mars s.l.

Frá þeim tíma, eða 213 dögum,  hefur GR-ingurinn farið alla leið upp í sæti nr. 297 á heimslista áhugakylfinga.

Dagbjartur er efstur íslenskra kylfinga á þessum lista, en alls eru 34 karlar frá Íslandi á heimslista áhugakylfinga. Rúnar Arnórsson, GK og Bjarki Pétursson, GKB eru báðir á meðal 400 efstu á heimslistanum. 

Bjarki var í sæti nr. 169 í upphafi ársins 2019. Gísli Sveinbergsson, GK, hefur komist hæst allra íslenskra kylfinga á heimslista áhugakylfinga en hann var í sæti nr. 99 haustið 2014. 

Heimslisti áhugakylfinga í karlaflokki

Sæti 297: Dagbjartur Sigurbrandsson, GR
Sæti 345: Rúnar Arnórsson, GK
Sæti 375: Bjarki Pétursson, GKB
Sæti 822: Aron Snær Júlíusson, GKG
Sæti 853: Gísli Sveinbergsson, GK
Sæti 1123: Birgir Björn Magnússon, GK
Sæti 1382: Kristófer Karl Karlsson, GM
Sæti 1394: Sigurður Bjarki Blumenstein, GR
Sæti 1416: Sigurður Arnar Garðarsson, GKG
Sæti 1581: Björn Óskar Guðjónsson, GM
Sæti 1584: Hlynur Bergsson, GKG
Sæti 1791: Jóhannes Guðmundsson, GR
Sæti 2043: Viktor Ingi Einarsson, GR 2043
Sæti 2124: Egill Ragnar Gunnarsson, 2124
Sæti 2633: Tumi Hrafn Kúld, GA 
Sæti 2671: Hákon Örn Magnússon, GR
Sæti 2684: Ingvar Andri Magnússon, GKG
Sæti 2731: Vikar Jónasson, GK
Sæti 2766: Daníel Ísak Steinarsson, GK
Sæti 2783: Ragnar Már Ríkharðsson, GM
Sæti 3096: Ragnar Már Garðarson, GKG
Sæti 3133: Andri Már Óskarsson, GOS
Sæti 3141: Kristján Þór Einarsson, GM
Sæti 3239: Sverrir Haraldsson, GM
Sæti 3292: Stefán Þór Bogason, GR
Sæti 3296: Henning Darri Þórðarson, GK
Sæti 3882: Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR
Sæti 4474: Fannar Ingi Steingrímsson, GKG
Sæti 4619: Jón Gunnarsson, GKG
Sæti 5281: Kristján Benedikt Sveinsson, GK
Sæti 5325: Arnór Snær Guðmundsson, GM
Sæti 5384: Daníel Ingi Sigurjónsson, GV
Sæti 5396: Sigurður Már Þórhalsson, GR
Sæti 5799: Dagur Ebenezersson, GM 

Exit mobile version