GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, er á leið í 2. stig úrtökumóta fyrir DP World Tour eftir góða spilamennsku í fyrsta úrtökumótinu í Danmörku. Til leiks mættu 66 kylfingar en einungis þeir 14 bestu komust áfram í næsta stig.

Sex íslenskir kylfingar tóku þátt í úrtökumótinu sem fór fram dagana 23.-26. september. Alls voru sjö íslenskir kylfingar skráðir til leiks á 1. stigi úrtökumótanna, en Guðmundur Ágúst Kristjánsson komst áfram á 2. stigið eftir frábæra spilamennsku fyrr í mánuðinum.

Á 1. stiginu fara úrtökumótin fram á tíu keppnisstöðum á tímabilinu 26. ágúst – 10. október. 

Mótið sem íslensku kylfingarnir léku í fór fram á Frederikshavn Golfklub í Danmörku. Leiknir voru fjórir hringir á fjórum keppnisdögum.

Frederikshavn Golfklub

Okkar þátttakendur í mótinu voru:

  • Aron Snær Júlíusson, GKG
  • Dagbjartur Sigurbrandsson, GR
  • Hákon Örn Magnússon, GR
  • Hlynur Bergsson, GKG
  • Kristófer Orri Þórðarson, GKG
  • Sigurður Arnar Garðarsson, GKG

Dagbjartur endaði jafn í 8. sætinu, á þremur höggum undir pari í heildina. Hann lék hringi sína á 71-70-73-71 höggi og var í öruggu sæti frá fyrsta hring. Hann hefur farið vel af stað sem atvinnukylfingur, en hann endaði í 11. sæti í sínu fyrsta móti á Nordic Golf Tour fyrr í mánuðinum.

Hringir Dagbjarts í úrtökumótinu

Enginn annar íslensku kylfinganna komst áfram. Hlynur Bergsson og Sigurður Arnar Garðarsson enduðu jafnir í 26. sæti á fimm höggum yfir pari. Aron Snær Júlíusson endaði jafn í 44. sæti á tíu höggum yfir pari. Kristófer Orri Þórðarson endaði í 53. sæti á fjórtán höggum yfir pari. Hákon Örn Magnússon lék fyrstu tvo hringina á fjórtán höggum yfir pari og komst ekki í gegnum niðurskurð.

Hér má sjá úrslit mótsins

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ