Það eru ýmsar óskrifaðar reglur og hefðir í golfíþróttinni sem lærast smátt og smátt eftir því sem oftar er leikið. Vanir kylfingar eru allir af vilja gerðir að aðstoða þá sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í golfveröldina. Hér eru svörin við mikilvægum spurningum sem nýliðar velta oft…
Hér færðu að vita hvað þarf til að hefja leikinn.

Golf veitir gleði alla ævi
Golfvöllurinn er ein fallegasta og náttúrulegasta íþróttaaðstaða í heimi. Hvort sem þú vilt æfa, keppa eða einfaldlega njóta þess að slá í rólegheitum þá hefur golfið eitthvað að bjóða fyrir þig. Það er skemmtilegt, félagslegt og gott fyrir heilsuna og golfklúbbar eru út um allt land.
Spilaðu og njóttu með vinum og fjölskyldu
Það er erfitt að fá leið á golfi. Þegar þú hittir boltann fullkomlega einu sinni, viltu endilega ná því aftur og aftur. Spilaðu með ömmu, litla bróður eða vinahópnum. Eða kynnstu fólki í gegnum íþróttina! Golfið er í senn íþrótt og félagsstarfsemi þar sem fólk á öllum aldri og með mismunandi reynslu getur leikið saman.
Allt í kringum landið geturðu upplifað stórbrotna náttúru Íslands með golfi. Og ef þig langar að spila í framandi umhverfi þá er golf líka frábær leið til að ferðast og uppgötva önnur lönd.
Algengar spurningar
Best er að hefja vegferðina hjá golfklúbbi í þínu nágrenni. Þar færðu kynningu og aðstoð við að byrja íþróttina á skemmtilegan hátt. Það er líka gott að fá leiðsögn hjá golfkennara til að bæta leikinn strax í upphafi. Hafðu samband við golfklúbb nálægt þér til að fá frekari upplýsingar. Það eru 62 golfklúbbar víðsvegar um landið.
Þau eru opin öllum og getur hver sem er mætt, keypt sér fötu fulla af boltum og byrjað að slá. Fjölmargir golfklúbbar hafa verið að fjárfesta í skemmtilegum tækninýjungum þar sem þú getur séð boltaflugið þitt og fengið endurgjöf í gegnum upplýsingaskjá á básnum þínum.
Þú þarft golfkylfur sem oft er hægt að fá lánaðar í klúbbnum eða kaupa notaðar. Þú þarft líka tösku, golfbolta, „flatargafal“, íþróttaskó og mögulega tí fyrir upphafshögg. Gott er að hafa auka bolta ef þú týnir einhverjum. Fyrir byrjendur duga oft 5–7 kylfur. Þegar færnin eykst geturðu bætt við fleiri kylfum (mest 14) og sérhæfðum golfskóm með betra grip.
Flestar golfbúðir eru að selja notaðar golfkylfur og annan búnað. Að auki eru facebook grúppur að selja notað og hægt að gera hagstæð kaup þar.
Nei, þú getur verið á hvaða aldri sem er. Mikilvægast er að aðlaga leikinn að þínum forsendum. Forgjafarkerfið og möguleikinn á að velja lengd vallar (teiga) gerir það mögulegt fyrir alla.
Fyrir börn yngri en 14 ára eru sumarnámskeið í boði í flestum golfklúbbum. Þar eru áskoranir og þrautir sem henta vel fyrir börn. Hafðu samband við golfklúbb ef þú vilt hjálpa barni að byrja.
Nei, þú þarft bara að hafa samband við golfklúbbinn símleiðis eða í tölvupósti til að fá rástíma. Golfklúbbar nota rástímakerfi GolfBox sem er bara fyrir meðlimi og þá sem eru skráðir í aðra golfklúbba til að bóka sig á netinu.
Aðildargjöld eru mjög mismunandi. Skoðaðu vefsíður klúbba sem þú hefur áhuga á til að sjá verð og hvað er innifalið. Margir golfklúbbar bjóða upp á fjaraðild (takmörkuð aðild) þar sem árgjaldið er lægra og þú hefur takmarkaðan rétt á leika heimavöllinn. Kosturinn er að þú færð aðgengi að rástímakerfinu og getur því skráð þig á netinu á alla golfvelli landsins.
Við tökum alltaf vel á móti þér aftur í golfið! Ef þú varst meðlimur eftir árið 2019 þá er Golf-númerið þitt skráð í GolfBox. Þá getur golfklúbbur virkjað þig aftur með þeirri forgjöf sem þú varst síðast með.
Ef þú hættir árið 2018 eða fyrr þá færðu upphafsforgjöf 54 eða lægri. Ástæðan er að það kom nýtt forgjafar- og tölvukerfi árið 2020. Hafðu samband við þann golfklúbb sem þú vilt ganga í og þau aðstoða þig með næstu skref.
Golfhreyfingin í tölum árið 2024
Rétt val á kylfum hefur góð áhrif á útkomuna hjá kylfingum og þá sérstaklega hjá byrjendum. Ekki er nauðsynlegt að byrja með fullkominn útbúnað hvað varðar fjölda kylfa og slíkt. Golfkylfur hafa þróast gríðarlega á undanförnum árum og áratugum. Það er alls ekki mælt með því að byrja með „fornar“…
Golfsamband Íslands hefur gefið út nokkur myndbönd sem eru ætluð sem fræðsluefni fyrir kylfinga. Í myndböndunum eru ýmis atriði sem tengjast golfleiknum til umfjöllunar. Efnið ætti að nýtast öllum kylfingum en þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref í golfíþróttinni ættu að fá svör við ýmsum spurningum í þessum…