GSÍ fjölskyldan
Bryndís Eva, Íslandsmeistari
Auglýsing

Íslandsmót unglinga 2025 í höggleik fór fram á Þorláksvelli í Þorlákshöfn dagana 15.-17. ágúst.

Bryndís Eva Ágústsdóttir úr Golfklúbbi Akureyrar sigraði mótið, en hún leiddi frá fyrsta degi.

Bryndís lék alla þrjá hringi mótsins á 72 höggum eða pari vallarins. Á fyrsta degi fékk hún tvo fugla, tvo skolla og tapaði fæstum höggum allra keppenda mótsins.

Á öðrum hring var hringurinn mikið skrautlegri. Hún fékk þar fimm fugla, þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla.

Á þriðja keppnisdegi var leik frestað vegna þoku þegar Bryndís hafði lokið við fyrstu þrjár holur vallarins. Það hafði þó lítil áhrif á hennar spilamennsku, og þriðji hringurinn upp á 72 högg raunin.

Bryndís lék par 3 holur vallarins best allra keppenda mótsins, og var með meðalskor upp á 2.73 högg.

Hringir Bryndísar

Embla Hrönn Hallsdóttir, GKG, endaði í öðru sæti mótsins á níu höggum yfir pari. Embla lék fyrsta hringinn á 85 höggum og var í 12. sæti mótsins. Á öðrum og þriðja hring mótsins lék hún best allra í flokknum, fjóra undir pari og flaug upp stöðutöfluna. Embla lék annan og þriðja hringinn báða á 70 höggum, og fékk á þeim báðum fjóra fugla og tvo skolla.

Hringir Emblu

Jafnar í 3. sæti voru Erna Steina Eysteinsdóttir, GR, og Dagbjört Sísí Einarsdóttir, GSS, á 14 höggum yfir pari.

Smelltu hér fyrir úrslit mótsins

Embla Bryndís Dagbjört og Erna

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ