Site icon Golfsamband Íslands

Breytingar á dagsetningum á Nettó-mótinu á Unglingamótaröð GSÍ

Breytingar hafa verið gerðar á dagsetningum á Nettó-mótinu á Unglingamótaröð GSÍ.

Golfklúbbur Kópavogs – og Garðabæjar er framkvæmdaraðili mótsins en mótið telur til stiga á Unglingamótaröð GSÍ.

Þriðjudaginn 1. ágúst hefst keppni hjá öllum flokkum. Miðvikudaginn 2. ágúst keppa allir flokkar auk Áskorendamótsins – sem fram fer á Mýrinni. Fimmtudaginn 3. ágúst er einungis keppt í elstu aldursflokkunum, 17-21.

Mótið átti upphaflega að fara fram í byrjun júní en því var frestað.

Exit mobile version