Golfsamband Íslands í samstarfi við GSFÍ, ÍF, GK og EDGA héldu boðsmót fyrir kylfinga með fötlun í tengslum við Íslandsmótið í Golfi 2025.
Þetta er annað árið í röð sem mótið fer fram. Leikið var á Hvaleyrarvelli Golfklúbbsins Keilis, sem er Íslandsmótsvöllurinn í ár.
Mótið tókst vel. Keppendur voru ánægðir með daginn á frábærum en krefjandi keppnisvelli sem var í fullum Íslandsmótsskrúða.
Keppt var í punktakeppni og einnig voru veitt verðlaun fyrir besta skor.
Úrslit í punktakeppni:
1. Sigurður Guðmundsson, Golfklúbbur Sandgerðis 31 punktur
2. Hilmar Snær Örvarsson, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 31 punktur
3. Einar Marteinn Bergþórsson, Golfklúbburinn Mostri 29 punktar

Hilmar Snær Örvarsson, GKG, lék á 77 höggum eða +5 og fékk hann verðlaun fyrir besta skor mótsins.
Smelltu hér fyrir úrslit mótsins:
Smelltu hér fyrir myndasafn frá mótinu.
Markmið mótsins er að efla mótahald innanlands fyrir kylfinga með fötlun og auka á sýnileika starfsemi GSFÍ.
Samtökin hafa starfrækt reglubundnar æfingar í samstarfi við nokkra golfklúbba undanfarin ár og þekkja til kylfinga sem þar hafa sótt starfið.
Mótið er orðinn árlegur viðburður í Íslandsmótsvikunni, sem hefur reynst frábær viðbót við dagskrána.
Hér er hlekkur með ýmsum upplýsingum um golf fyrir kylfinga með fötlun.


