GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Fimm íslenskir kylfingar hófu leik á Bravo Tours Open mótinu á miðvikudaginn. Mótið er hluti af Nordic Golf League og fer fram á Royal Oak vellinum í Danmörku.

Aron Snær Júlíusson, ríkjandi Íslandsmeistari, hefur verið í frábæru formi og er í lokahollinu á þriðja og síðasta hringnum. Hann er á -10 í heildina, hefur leikið 8 holur í dag og er í öðru sæti mótsins. Hlynur Bergsson er í 8. sæti á -7 og Sigurður Arnar Garðarsson í 16. sæti á -6. Öflugur árangur hjá okkar mönnum sem geta vonandi klárað hring dagsins með nokkrum fuglum.

Bein útsending frá mótinu hefst núna kl 09:00 og verður gaman að fylgjast með okkar kylfingum berjast um efstu sætin í mótinu

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu hér

Hægt er að fylgjast með skori mótsins hér.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ