Site icon Golfsamband Íslands

Axel keppir á sínu fjórða móti á Nordic Tour

Axel Bóasson, GK, Íslandsmeistari 2017.

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, hefur leik þann 30. júní á
Junet Open á Sand Golf Club í Svíþjóð. Sænski atvinnukylfingurinn Alexander Björk er helsti bakhjarl mótsins sem er hluti af Nordic Tour atvinnumótaröðinni.

Skor keppenda er uppfært hér:

Axel hefur leikið á þremur mótum á Nordic Tour á þessu tímabili og besti árangur hans er 27. sæti. Hann er sem stendur í sæti nr. 127 á styrkleikalista mótaraðarinnar.

Nordic Tour er sterk mótaröð í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í karlaflokki. Mótaröðin hefur opnað glugga fyrir íslenska atvinnukylfinga inn á Áskorendamótaröðina, Challenge Tour, sem er í næst efsta styrkleikaflokki í Evrópu á eftir sjálfri Evrópumótaröðinni.

Axel náði frábærum árangri á þessari mótaröð árið 2017 þar sem hann sigraði á tveimur mótum og varð 12 sinnum á meðal 10 efstu. Í lok tímabilsins var hann kjörinn kylfingur ársins á Nordic Tour og tryggði sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni 2018. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, og Haraldur Franklín Magnús, GR, hafa einnig farið inn á Áskorendamótaröðina með góðum árangri á Nordic Tour.

Exit mobile version