Site icon Golfsamband Íslands

Ársrit STERF 2022 komið út

Í ársriti STERF er margt fróðlegt að sjá til að mynda þau verkefni sem voru að klárast og þau verkefni sem fengu styrk til næstu þriggja ára.

Vert er að nefna verkefnið Carbon Par sem Edwin Roald fer fyrir. Carbon Par er fyrsta Íslenska verkefnið sem hefur fengið styrk frá STERF.

Í ritinu á líka sjá helstu viðburði þar sem alþjóðleg rannsóknarráðstefna um vallargrös var haldin í Kaupmannahöfn var stærsti viðuburðurinn.

STERF er skammstöfun fyrir Scandinavian Turfgrass and Environment Research Foundation, en sjóðurinn er samstarfsverkefni allra golfsambanda og ýmissa yfirvalda á Norðurlöndum og hefur þann tilgang að sameina og efla rannsóknastarf í þágu golfvalla og umhverfis.

Hver skráður félagi í golfklúbbi innan GSÍ greiðir um 60 krónur í sjóðinn á ári, en meginmarkmið hans er að styðja við rannsóknir sem nýtast golfhreyfingunni á Norðurlöndum og senda frá sér niðurstöður á hagnýtu formi.

Einnig vill STERF stuðla að virku samtali við yfirvöld og samfélag til að þróa og sýna fram á trúverðugleika og ábyrga umgengni golfhreyfingarinnar um náttúru og menningarverðmæti.

Á heimasíðu störf er hægt að nálgast mikinn fróðleik og er þar gott greinasafn á íslensku sem tekur á vetrarskaða.

Exit mobile version