Site icon Golfsamband Íslands

Aron Snær og Helga Kristín efst

Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og Helga Kristín Einarsdóttir úr Nesklúbbnum leiða í flokki pilta og stúlkna 17-18 ára á Íslandsbankaröðinni sem leikið er á jarðarsvelli um helgina. í þessum flokknum eru leiknar 54 holur en í yngri flokkum eru leiknar 36 holur. Þetta er breyting sem gerð var til þess að tryggja að mótið telji til stiga á áhugamannalista Evrópu.

Aron Snær sem í flokki pilta 17-18 ára en hefur leikið tvo fyrstu hringina á 144 höggum eða á 2 höggum yfir pari. jafnir í örðu til þriðja sæti eru heimamaðurinn Ævarr Freyr Birgisson og Egill Ragnar Gunnarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar á 11 höggum yfir pari.

Helga Kristín leiðir með sex höggum í flokki stúlkna 17-18 ára, Helga Kristín hefur leikið hringina tvo á 155 höggum.  Í öðru sæti er Sigurlaug Rún Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Keili á 161 höggi og þriðja er Alexandra Eir Grétarsdóttir úr Golfklúbbi Selfoss.

 

Drengir 17-18 ára.

1.sæti                   Aron Snær Júlíusson                    GKG      67/77 = 144 +2

2-3.sæti               Ævarr Freyr Birgisson                   GA         75/78 = 153 +11

2-3.sæti               Egill Ragnar Gunnarsson              GKG      74/79 = 153 +11

 

Stúlkur 17-18 ára.

1.sæti                   Helga Kristín Einarsdóttir             NK          77/78 = 155 +13

2.sæti                   Sigurlaug Rún Jónsdóttir             GK          79782 = 161 +19

3.sæti                   Alexandra Eir Grétarsdóttir         GOS       79/87 0 166 +24

 

Exit mobile version